Ég var að lesa í Fréttablaðinu í morgun að meistaraflokkar ÍBV kostuðu tugi milljóna á ári vegna fjölda erlendra leikmanna.
Það má því segja að ÍBV reki eina alvöru atvinnumannaklúbbinn í handboltanum á Íslandi.

Margir hafa verið að hvarta yfir þessu en ég er á þeirri skoðun að þetta sé til góða fyrir Íslenskan handknattleik þar sem að þetta styrkir deildirnar að hafa sterka erlenda leikmenn í liðunum og tel ég að þó að færri Íslenskir leikmenn komist að þá munu þeir leikmenn sem að komast að verða betri leikmenn en ella.

Það væri gaman ef að fleiri lið gætu fetað í þeirra fótspor þeirra en það er sjálfsagt í hendi fárra þar sem að handboltinn virðist vera orðin hálfgerð varagrein hjá flestum liðum á eftir knattspyrnu og því erfitt að fá fjármagn til að halda úti semi atvinnumannaliði.

En ég vil bara hrósa ÍBV fyrir frábært innlegg í íslenskann handknattleik og vona ég bara að mitt lið (Haukar) eigi eftir að feta í fótspor Eyjamanna.

Vonandi haldið þið þessu áfram.

Torfi