Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér skipulaginu í handboltanum.

Mér finnst þessi riðlakeppni fyriráramót algjörlega tilgangslaus.

Af hverju er ekki hægt að byrja tímabilið á tveimur deildum eins og er eftir áramótin.

þannig gætu 8 bestu liðin leikið þrefalda umferð þar sem að fyrstu tvær leika liðin heima og heiman en í þriðju umferð fengi liðið sem að hefur betri markatölu úr innbyrðisviðureignum tveggja liða heimaleikinn.
Nú að þessum þremur umferðum loknum er hægt að hafa svipað fyrikomulag og er núna þannig að efsta liðið í 2.deild fengi sjálfkrafa 8. sætið í úrslitakeppninni og sæti í úrvalsdeild að ári og liðið sem að lenti í 2.sæti í 2.deild og liðið sem að endaði í 7. sæti í úrvalsdeild keppa um sjöunda sætið í úrslitakeppninni og sæti í úrvalsdeild að ári.

Með þessu móti er ég viss um að áhorfendum myndi fjölga mikið hjá liðum í úrvalsdeild þar sem að fjöldi mikilvægra leikja myndi fjölga.
Þetta myndi hins vegar þýða að lið í 2.deild myndu sennilega vera að fá færri á leikina en ella.
En í heildina litið þá er það mín skoðun að þetta myndi frekar auka áhuga á handbolta hér á landi en núverandi fyrikomulag.

Torfi