Sigurður Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna um að þjálfa karlalið félagsins. Eins og kunnugt er þjálfaði Sigurður sameinað lið Viking Stavanger í vetur og þótti standa sig vel af mörgum handboltaspekúlöntum. Stjórn félagsins hinsvegar var ekki á sama máli og lét Sigurð fara. Hann tekur við af Einari Einarssyni sem stýrði liði Stjörnunnar á lokaspretti nýliðinnar leiktíðar eftir að Eyjólfur Bragason var leystur af störfum. Stjarnan hafnaði í 9.sæti og komst þar af leiðandi ekki í úrslitakeppnina. Mikill hugur er í Stjörnumönnum, og mikið af ungum efnilegum strákum þar. 2.flokkur félagsins varð Íslands og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Sigurður þjálfaði áður Hauka, Víking og ÍBV í 1.deild karla. Undir hans stjórn urðu Haukar og Eyjamenn bikarmeistarar og Haukarnir lentu í öðru sæti íslandsmótsins.
Siggi Gunn að koma heim
Sigurður Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna um að þjálfa karlalið félagsins. Eins og kunnugt er þjálfaði Sigurður sameinað lið Viking Stavanger í vetur og þótti standa sig vel af mörgum handboltaspekúlöntum. Stjórn félagsins hinsvegar var ekki á sama máli og lét Sigurð fara. Hann tekur við af Einari Einarssyni sem stýrði liði Stjörnunnar á lokaspretti nýliðinnar leiktíðar eftir að Eyjólfur Bragason var leystur af störfum. Stjarnan hafnaði í 9.sæti og komst þar af leiðandi ekki í úrslitakeppnina. Mikill hugur er í Stjörnumönnum, og mikið af ungum efnilegum strákum þar. 2.flokkur félagsins varð Íslands og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Sigurður þjálfaði áður Hauka, Víking og ÍBV í 1.deild karla. Undir hans stjórn urðu Haukar og Eyjamenn bikarmeistarar og Haukarnir lentu í öðru sæti íslandsmótsins.