Guðjón Valur búin að skrifa undir!! Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Tusem Essen. Guðjón Valur hefur verið kosinn leikmaður Íslandsmótsins síðastliðinn tvö ár, en hann hefur leikið með KA undanfarin þrjú tímabil. Með Essen leikur félagi Guðjóns úr landsliðinu, Patrekur Jóhannesson.

Guðjón lék með Gróttu og Gróttu/KR áður en hann fór í KA. Mikil hefð er fyrir Íslendingum hjá Essen, en auk Patreks hafa þeir Páll Þórólfsson og Alfreð Gíslason leikið með félaginu. Auk þess þjálfaði Jóhann Ingi Gunnarsson liðið á níunda áratugnum.
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)