Hverjir verða þjálfarar? Nú er tímabilið búið og allir farnir að semja við nýjan eða starfandi þjálfara og styrkja leikmannahópinn. Nú eru flest liðin nánast búinn að tryggja sína þjálfara en þó eru nokkur eftir, en það eru sérstaklega botnliðin. Gaman að sjá líka að gamla vals elítan verður sterk næsta vetur, tveir þjálfarar eru komnir með starf og sá þriðji eru nánast búinn að skrifa undir skv. mogganum í morgun.

Þau félög sem hafa fest sér þjálfara eru:
Haukar : Viggó Sigurðsson
Fram : Fedukin
UMFA : Bjarki Sigurðsson(mér skilst hann verði áfram)
Valur : Geir Sveinsson
ÍR : Júlíus Jónasson
Gró/KR : Ólafur Lárusson
KA : Atli Hilmarson(þar á víst bara eftir að kvitta)

Svo eru það hin liðin:
HK : Þar á bæ eru víst heitar umræður við Valda Gríms.
FH : Mummi var þar í fyrra,skylst að menn séu sáttir þar á
bæ annað hefur allaveg ekki heyrst.
Stjarnan Þjálfarinn þeirra var rekinn var það ekki og þeir hafa
ekki fundið mann í hans stað.
ÍBV : Boris er hættur, ekkert annað hefur komið í ljós
Blikar : Trufan var sagt upp, enginn hefur verið ráðinn(held ég)

Svo er spurning með liðin úr annari deild, enginn virðist vera ákveðinn í að vera með eða ekki. Sum lið hafa ákveðið að taka þátt í evrópukeppni þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að taka ekki þátt í deildarkeppninni(er það ekki bannað? held það).

En liðin í annarri deildinni eru bara fimm eftirtalin:
Selfoss: Einar Guðmundsson verður áfram með þá.
Þór Ak.: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson mun taka við af Árna Stefáns
Víkingu: Veit ekkert ætli það verði ekki bara eins
Fjölnir: Vissi ekki að þeir væru með mfl.heimasíðan gaf lítið so..
Fylkir : ??? stórt ? vera með vera ekki með enginn veit