Þetta eru nú alveg merkilegir leikir hjá KA og Haukum. Þessi no 2 var nú sérlega dularfullur þar sem 7 marka munur virtist ekki skipta höfuðmáli. Það er alveg merkilegt hvað ungu strákarnir hjá KA eru duglegir. Ég hélt að það væri ekkert að koma út úr Atla þjálfara, engir bikarar í 4 ár en hann hefur greinilega verið að byggja vel upp almennilegt lið. 9 marka munur í kvöld er nú bara slatti og Hörður Flóki orðinn helv góður í markinu. Hissa hvað markmönnum Hauka gekk illa, tveir annars góðir markmenn. Leiðinlegt þegar barnið meiddi sig þarna í lokin. Verst hvað Haukaaðdáendur urðu illskeyttir, var ekkert hægt að hjálpa barninu strax vegna óláta. Varla hefur hann meitt það að gamni. Annars sýnir þetta hvað getur gerst þegar pakkað er svona á áhorfendastæðin sem er allsstaðar gert þegar það eru stórleikir.
Haukarnir þurfa að taka slatta af lýsi ætli þeir að vinna næsta leik.