Haukar jöfnuðu 1:1 Haukar jöfnuðu metin gegn KA, í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik karla, í Hafnarfirði í dag. Haukar sigruðu 25:22 í sveiflukenndum leik þar sem Haukar höfðu yfir í hálfleik 15:8. Næsti leikur í einvíginu verður í KA-heimilinu á mánudagskvöld. Í síðari hálfleik tók KA-liðið mikinn kipp þar sem liðið skoraði níu mörk gegn tveimur og komst yfir 17:19.

En Haukar kláruðu dæmið í lokin, þar sem Þorvarður Tjörvi Ólafsson var kominn í sýna gömlu stöðu á miðjunni, Jón Karl Björnsson í vinstra hornið, Óskar Ármannsson í skyttustöðuna vinstra megin og Rúnar Sigtryggsson hægra megin. Þetta gekk upp og Óskar og Tjörvi innsigluðu sigurinn.

Halldór Sigfússon átti frábæran leik á miðjunni hjá KA og skoraði tíu mörk og nýtti vítaköstin af öryggi. Einnig átti Jóhann G. Jóhannsson góða innkomu í hægra hornið.
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)