KA vann Hauka sannfærandi!!! KA sigraði Hauka, 25:20, á Akureyri í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. KA hefur nú tekið 1:0 forystu í einvígi liðanna en næsta viðureign liðanna verður á laugardaginn, þá á heimavelli Hauka. KA var 13:10 yfir á móti Haukum á Akureyri íhálfleik, í fyrstu viðureign liðanna í einvígi þeirra um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Leikurinn hefur verið mjög spennandi, Haukar byrjuðu betur en KA náði fljótlega að snúa leiknum sér í vil. KA náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik og Halldór Jóhann Sigfússon skoraði flest mörk KA-manna í fyrri hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson og Sævar Árnason hafa skorað 3 mörk. Hjá Haukum er Ásgeir Örn Hallgrímsson markahæstur með 4 mörk og Rúnar Sigtryggsson hefur skorað 3 mörk.

Í síðari hálfleik héldu KA-menn áfram að auka forskot sitt og sigruðu að lokum með fimm marka mun.
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)