Ég held (vona að Ka vinni Hauka en jafnframt vona ég að það verði leiknir allir 5 leikirnir. Liðin eru mjög jöfn og ætla ég að reyna að gera hér upp á milli þeirra.

Markmenn Hörður Flóki og Bjarni Frostason.
Markmenn: Ég held að Bjarni sé jafnar og jafnframt betri en flóki stendur honum ekki langt að baki þó svo hann geti verið dálítið misjafn en oftast er hann góður.
Vinstra hornið: Þorvarður Tjörvi - Sævar Árnason.
Þessa stöðu vil ég skrá niður jafna því ég þekki einfaldlega ekki nógu mikið til Haukaliðsins til að dæma þá.
Vinstri skytta: Rúnar Sigtryggson - Guðjón Valur. Þarna held ég að það sé ekki spurning hvor sé betri og ætla ég að skrá þessa stöðu á Guðjón Val.
Miðjan: Óskar Ármannson - Halldór Sigfússon.
Óskar er meiri skorari en ég held að Halldór sé meiri stjórnandi þannig að þessa stöðu ætla ég líka að skrá jafna.
Lína: Shamkuts - Stelmokas.
Shamkuts er meiri skrokkur og tekur meira pláss hann er líka að mínu mati sterkari í vörn (miðað við 6-0 vörn) en Stelmokas er hreyfanlegri og þetta skrái ég líka jafnt.
Hægri Skytta: Ásgeir - Heimir.
Þó svo að KA hafi enga örvhenta skyttu þá held ég að Heimir sé betri en Ásgeri. Þessa stöðu er hann aðallega að vinna á leikreynslunni sem hann hefur umfram Ásgeir. En þess stöðu myndi ég hiklaust gefa Halldóri Ingólfssyni en síðustu fregnir sem ég hef af honum eru þær að hann spili ekki meira með í vetur.
Hægra hornið:Einar Örn Jónsson - Giedrius Cerniauskas.
Þessa stöðu ætla ég að gefa Einari Erni. Af því sem ég hef séð til Giedriusar þá finnst mér hann ekki eins góðuróg ég hafði vonað en núna þegar Jóhann Gunnar er byrjaður að æfa aftur þá höfum við allavega varamann með leikreynslu og er það bara gott mál.

Svona lítur þetta þá út
Markmaðurinn er Haukamegin
Vinstra hornið er jafnt
Vinstri skyttan er KA megin
Miðjan er jöfn
Línan er jöfn
Hægri skyttan er jöfn
Hægra hornið er Hauka megin
Ef þið hafið eitthvað út á þetta að setja endilega komið með athugasemdi