Háspenna lífshætta Það voru svo sannarlega ótrúlegir undanúrslitaleikirnir í handboltanum og svo sannarlega dramantískir. Eftir að leiktíminn var liðinn í leik KA og Aftureldingar var jafnt og þurfti að framlengja. Aftureldingarmenn höfðu eins marks forystu þegar bara aukakast var eftir og sigurinn blasti við þeim en allt kom fyrir ekki. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði glæsilegt mark beint úr aukakastinu og þurfti að framlengja aftur. OG aftur var jafnt eftir framlenginu og þurfti að grípa til bráðabana. Það voru aftureldingarmenn sem byrjuðu með boltan reyndu sirkusmark og misstu boltan og KA menn fengu svo víti sem Guðjón Valur skoraði úr og tryggði KA sigurinn og farseðilin í úrslitaleikinn. Í leik Hauka og Vals var ekki minni spenna. Haukar voru sterkari aðilin framan af en góð vörn vals í seinni hálfleik gerði það að verkum að haukar skoruðu aðeins sex mörk í öllum seinni hálfleik og náðu þá valsmenn að jafna leikinn og tryggja sér framlengingu. Í framlengingunni var enginn smá spenna og haukar skoruðu mark þegar 40 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Markús Máni jafnaði þegar 3 sekúndur voru eftir. í Fyrri hluta seinni framlengingar komust svo Valsmenn yfir í fyrsta sinn síðan upphafsmínútunum en misstu svo flugið og tvo menn útaf og töpuðu þar með leiknum og það verða því KA menn og Haukar sem mætast í úrslitum. En það er nokkuð ljóst að svona eiga leikir að vera