Guðmundur næsti landliðsþjálfari ? Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Guðmundur Guðmundsson verði ráðinn næsti þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik í stað Þorbjörns Jenssonar.heimildir eru fyrir því að samningur Guðmundar við HSÍ liggi á borðinu og er stefnt að því að ganga frá samningi fyrir páska. Guðmundur er staddur hér á landi og fylgdist hann með fyrrverandi lærisveinum sínum í Fram tapa fyrir Val á Hlíðarenda í 8-liða úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrrakvöld.Þrír þjálfarar hafa aðallega verið orðaðir við landsliðsþjálfarastöðuna eftir að ljóst varð að Þorbjörn Jensson ákvað að hætta með liðið. Auk Guðmundar voru það Kristján Arason, fyrrverandi þjálfari FH-inga, og Anatoly Fedukin, þjálfari Fram, en svo virðist vera að nafn Guðmundar standi eitt eftir.

Guðmundur var nýlega leystur frá störfum hjá þýska handknattleiksliðinu Dormagen en hann er samningsbundinn liðinu fram til vorsins 2002. Fyrr en þetta mál hefur verið leitt til lykta getur Guðmundur ekki skrifað undir samning við HSÍ
Don't take life too seriously… You'll never get out of it alive anyway :)