Jæja ég skrifa þessa grein meðan leikur Fram - Ka er í gangi en það er pínu eftir að leikum. En það sem ég hef séð af þessum leik er náttúrlega bara vitleysa, hvað er að íslenskum handbolta núna. Þó ég sé ekki gamall þá man ég t.d. þegar Duranona var að spila með KA hvað það mætti margt fólk á leik í KA heimilið (eða íþrótta húsið við Lundarskóla eins og verstu þórsarar segja) og stemmingin var ógleymanleg. En ekki lengur, ég sem KA maður reyni að mæta á flesta leiki en það er enginn á leikunum núna, ENGINN. Hvar er gamla stemmingin ??

Svo um HSÍ. Ég þekki kynnirinn í KA mjög vel og hann hefur sagt mér að eftirlitsdómarinn er alltaf að banna honum að tala þegar t.d. andstæðingurinn er í sókn, hann er líka að banna honum að segja t.d. “áfram KA”, Koma svo KA menn, hverjum okkur lið“. Hann verður líka að segja nafnið á markverðinum sem hjá andstæðingum þegar hann ver.
En í þessum leik hjá Fram - KA gat kynnirinn sagt hvað sem hann vildi. Hann sagði oft ”áfram Framarar,“ ”Koma svo Framarar hvetjum okkar lið". Hann kynnti aldrei markmann KA þegar hann varði. Bíddu, okkur KA mönnum hefur verið bannað þetta, EN AF HVERJU MEIGA ÞÁ FRAMARAR ÞETTA ????? Er þetta útaf því að við eigum heima á Akureyri ?? eða er þetta útaf við erum KA menn. Ég er vissum að við værum lið frá Reykjavík þá skipti þetta ekki neinu máli. Síðan er þetta HSÍ ekki beint að vinna sína vinnu. Ég sendi nú einu sinni bréf til þeirra í sambandi um yngriflokka og bað um að fá svar til baka. Nei auðvita fékk ég ekki svar. Ég æfi handbolta og hef tekið eftir því að við getum ekki ákvað hvar við gistum ef við förum suður því HSÍ gefur ekki út leikjaplanið fyrir yngriflokka fyrir en 2 áður en mót hefst.

Og í sambandi við dómara. Er virkilega ekki séns að eiga nema bara eitt dómarapar sem getur dæmt ?? Þeir Stefán og Gunnar segja að ef maður gerir svona 5 mistök í hverjum leik þá ertu góður dómari. Ok þeim tekst það, en restinn er með svona 15-30 í hverjum leik. Þurfum við að fara safna fyrir bæði handboltanámskeiði fyrir þá og kannski HYPER sterk gleraugu fyrir þá suma. T.d. í leik Fram - KA þá fékk Einar Logi dæmt á sig 2 mín og víti undir lok leiksins þegar Framari ætlaði að fara inn úr horninu. Síðan fer Andrius alveg eins og það er gert alveg eins brot en hann fær ruðning. Bíddu hvað er pointið í því ?? Ég skil þetta ekki alveg og bara þoli ekki svona. Ég er samt ekki að segja að Ka myndu vinna leikinn með þessu eina broti, þeir voru bara einfaldlega lélegir. EN NÚ MANA ÉG ALLA AÐ MÆTA Á LEIK KA - FRAM Á LAUGARDAGINN Í KA HEIMILINU OG VIÐ STYÐJUM KA!!!!!!!!!!! ALLIR MÆTA. Fáum upp gömlu stemminguna aftur og alveg sleppum okkur. Jæja nenni ekki að væla meira hérna, endilega koma með komment.

Kveðja Chandler Bing
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.