Ég verð bara að tjá mig um þessa tvo leiki og hvernig Guðmundur Guðmundsson tekur rangar ákvarðanir trekk í trekk (að mínu mati).
Nú var seinni leikurinn að klárast og ég segi bara guði sé lof að við notuðum ekki leikhléið okkar þegar þeir skoruðu fjögur eða fimm mörk í röð í seinnihálfleik….mjög gott að vera með ónotað leikhlé þegar leikurinn er búinn!! Sama á við í síðasta leik þá tók Gummi ekki leikhlé í einum versta kafla sem landsliðið hefur lent í!!…hvað er málið?
Í leiknum áðan var Garcia búinn að standa sig mjög vel framan af þá tekur Guðmundur þá snjöllu ákvörðunn að setja Dag og Patta inn á sem báðir stóðu sig illa í síðasta leik og nú var engin breyting á.
Vörninni var aldrei breytt í fyrsta leiknum og ekki fyrr en seinni leikur var nánast tapaður þó að einn maður í ungverska liðinu væri nánast allt í öllu (Diaz, svarti gaurinn)…það var greinilegt að Óli var alveg búinn enda ekki búinn að fá neina hvíld, hann var orðinn seinn og réð ekkert við Diaz. Samt lætur hann Óla aldrei hvíla í öllum leiknum, þó það væri ekki nema bara aðeins að pústa og fá sér vatn.
Guðmundir hefur t.d aldrei prófað þá lausn að setja Ólaf á miðjuna og Ásgeir Örn í hægri skyttuna þó mikið hafi verið rætt um þá lausn.
Svo er viðtal við Gumma eftir leikinn og hann talar um að vörnin sé ekki að virka (sama og hann sagði síðast)….HVERNIG VÆRI ÞÁ AÐ PRUFA t.d 3-2-1, 5+1 eða bara eitthvað annað.
Ég held ég láti þetta bara nægja ég þó ég gæti skrifað álíka mikið um Dag og Patta ;)
En það er auðvitað alltaf gott að sitja heima með pizzu í annari og dizza aðra ;)