EM í handbolta hefst í dag, og mun landslið okkar Íslendinga etja kappi við gestgjafana frá Slóveníu í kvöld. Við stjórnendurnir á áhugamálinu munum kappkosta við það að uppfæra vefinn með skemmtilegu efni um liðið okkar sem og önnur lið sem taka þátt í keppninni.

Þess vegna, hvet ég þig til þess að skoða síðuna oft á dag. Þar sem við munum hafa allt sem tengist keppninni og vonandi meira til. Það er strax kominn kubbur með upplýsingum um næstu leiki, leikmenn liðsins og á næstunni kemur vonandi fréttakubbur.

Athugaðu samt áður en þú kvartar yfir því að ég skyldi senda þetta inn sem grein, að ég ákvað að gera það því að hérna getur fólk “commentað” á greinina, komið með uppástungur hvað má betur fara o.s.frv. Endilega komið með uppástungur og segið hvað ykkur finnst.

- Áfram Ísland!
<b>Yngvi Þóri