Jæja, þá er fyrrihluti íslandsmóts búinn, og komið í ljós hvaða 8 lið komast áfram og með hvað mörg stig þau fara. Liðin eru eftirfarandi.

ÍR 8 stig
Valur 8 stig
KA 7 stig
Fram 6 stig
Stjarnan 6 stig
Haukar 5 stig
HK 5 stig
GróttaKR 3 stig

Mig langaði að skrifa mínar pælingar um framhaldið, og hvernig ég held að deildarkeppnin endi í vor.

Haukar: Ég óttast að Haukar fari að spila betri bolta eftir því sem á líður (þó ég voni að þeir geri það ekki) og ég held að þeir endi sem deildarmeistarar. Þeir eru bara 3 stigum frá toppnum sem er sáralítið, þegar það á eftir að spila 14 leiki. Þeir hafa tapað einu stigi á heimavelli á vetur, en gengið ílla úti, eða tapað öllum leikjum sínum þar, en ég hef séð ákveðinn batamerki á liði hauka, því meira sem Andri Stefan fær að spila. Hann til dæmis breytti leik Haukana sóknarlega á móti ír, og gerði það að verkum að haukar kláruðu næstum þann leik. Held að þeir tryggi þetta í lokaumferðinni, eftir æsispennandi deildarkeppni

ÍR: Hafa verið að spila mjög þétta vörn, en í þeim leikjum sem vörnin hefur klikkað, hafa þeir undantekningarlaust tapað, eða átt sloppið með skrekkinn, eins og á móti stjörnunni. Eiga von á miklum liðsstyrk í Febrúar, þegar Hreiðar Guðmundsson kemur aftur í hópinn, en hann er týpan sem getur bjargað liðinu, þegar það nær ekki að fúnkera 100% sem vörn, en eins og ír liðið hefur verið að spila vörnina hingað til, og fá þennan klassa markmann í markið aftur, þá held ég að þeir verði íll viðráðanlegir. Sóknina þurfa þeir að bæta, það hafa verið einhver meiðsl í gangi hjá Hannesi, og Ingimundi, og þeir hafa ekki geta beitt sér að fullu, og það hefur bara verið of stór biti fyrir ÍR. Þeir hafa ekki þá breidd sem þarf til að geta misst út þessa menn í meiðsli. Eini varamaðurinn sem þeir hafa átt í þessar stöður hefur verið Lárus Jónsson, og hann hefur verið eitthvað tæpur líka. Meiðslu getu sett stórt strik í reikningin en ég hef samt trú á að mitt lið klári 2 sætið.

KA: Hefur verið að spila mjög góðan bolta síðan Arnór komst á fullt. Spila mjög skemmtilega 3-2-1 vörn, sem skilar þeim mörgum mörkum á 2. tempói. Finnst kannski vanta meira af 1. tempo hraðaupphlaupum, í það minnsta í þeim leikjum sem ég hef séð með þeim. Hafa 4 sterka pósta í sókninni, en 2 mun lakari. Hafa líklegast lélegustu hornamennnina af þeim liðum sem verða í toppbaráttunni. Þeir hafa samt arnór, og stelmokas sem væru byrjunarliðs menn í vel flestum liðum á íslandi, og jónatan virkar mjög vel inní þessu liði, þó svo að hann sé ekki að skora mikið. Ég átta mig ekki á því hversu mikið þeir eiga inni, það gæti vel verið að þeir eigi mikið meira inni, en af því gefnu að þeir spili sinn bolta, þá verða þeir í 3 sæti.

Valur: Misstu Roland, en Bjarki verður líklegast kominn á fullt skrið í febrúar. Fyrir mér gætu þeir verið allstaðar frá 1. sæti yfir í 6. sæti, þó svo að ég spái þeim 4. Heimir og Baldvin hafa komið ágætlega inní liðið, þó svo að það hafi ekki styrkst sóknarlega frá því í fyrra. En þeagr allt kemur til alls, held ég að þeir muni sakna Rolands sárt þegar allir leikir verða stórleikir, og meðan flest lið hafa 2 góða markmenn, hafa þeir bara einn. Það er ekki nógu gott að stóla á einn 19 ára markmann, þegar þú ætlar að ná toppárangri.

HK: Hafa líklegast mestu breiddina. Það sem þeim vantar samt tilfinnanlega er sterkara byrjunarlið. Spurning samt hvort Ólafur Viðir komi sterkari inn eftir áramót, og það geri herslumunin fyrir hk. Þeir hafa mjög öfluga 6-0 vörn, og það er mjög greinilegt að Árni er að skila þeim í toppþjálfun. Útlendingarnir hafa verið að koma betur og betur út hjá þeim. Finnst samt eins og þeim vanti fleiri toppleikmenn til að skáka hinum liðunum að ofan.

Stjarnan: Hefur verið fínn stígandi í þeirra liði. vantar samt eitthvað bitastæðara í hægri skyttuna, og spurning hvort sigurður bjarnason muni leysa þá stöðu eftir jól. Hafa fína vörn, og aftur, ef sigurður bjarnason bætist við hana, þá yrði hún ennþá sterkari. Finnst markvörðurinn samt ekkert spes hjá þeim, og get ekki séð að þeir hafi neinn varamarkmann. Held að þeir hafi akkurat liðið til að klára 6. sætið.

Fram: Hafa létt leikandi lið, sem geta spilað ýmiskonar varnarafbrygði. Skipulagðar sóknir, jafnvel of skipulagðar af mínu mati, og marga fína leikmenn, en i að mínu mati bara einn góðan, og það er Héðinn. Markmaðurinn þeirra Petkevicius hefur verið on and off, en þegar hann er að verja er hann mjög góður. Þeim samt eins og öðrum liðum vantar betri 2. kost í markið. Þó svo að þeir hafi klárað ír og hk í bikarnum, og að mínu mati gætu vel endað sem bikarmeistarar þá held ég að þeir hafi ekki það sem þarf til að klára þetta deildarmót þar sem allir leikir verða toppleikir. Þeir fara í umspil við líklegast fh inga, og ég hugsa að þeir klári það, og verði þar af leiðandi í úrslitakeppni.

Grótta/KR: Hef lítið séð af þeim, en þeir hafa lítið sýnt í vetur. Tóku Víkings liðið án bjarka og útlendingsins, og gerðu jafntefli við þá í fyrstu umferð með bjarka en án útlendings. Hafa klárað léttu leikina sem þeir áttu náttúrulega að gera, og fengu þar 8 dýr mæt stig. Gerðu svo jafntefli á móti fram minnir mig, og spiluðu sinn eina góða leik í vetur á heimavelli á móti val, og unnu sigur. Ég held að þetta lið hafi ekki það sem þurfi til að klára þetta. Þeir hafa bara 3 stig með sér, og ég hugsa að þeir munu ekki enda með neitt mikið meira. Einn maður gæti samt breytt ansi miklu fyrir þá, og það er hilmar þórlindsson, ég efa það samt að hann muni spila, svo ég set þá hér í 8. sæti. Hef bara ekki mikið álit á þessu liði.

Endilega komið með ykkar álit á þessu, og skemmtilegast þætti mér ef þið mynduð koma með í hvaða sæti öll liðin verða, ekki bara nefna eitthvað eitt lið og segja að það eigi að vera efsta liðið eða neðsta. Það væri einnig gaman að sjá ykkur skrifa einhverjar langlokur eins og ég var að gera :)