hvað er málið með dómara núna í ár?? ég bara spyr
um helgina var eins og fáir vita Reykjavíkurmótið hjá kvennmönnum Íslands, en því miður var það mjög illa sótt sem er mjög leiðinlegt fyrir kvennahandboltann sem er á mikilli uppleið.

sjálf spila ég handbolta og horfði á meirihlutan af mótinu og mér fannst dómgæslan hreint og beint til skammar, þið verðið bara að fyrirgefa “háttvirtu” dómarar, en þið voruð ekki að standa ykkur með mikilli sæmd og dæma handboltaleiki eins og planið var heldur var þetta bara skrípaleikur oft á tíðum.
og hvað var málið með að láta 2 Haukadómara dæma undanúrslitin á milli Hauka og FH frekar súrt hjá skipuleggjendum og ekki skánaði það í úrslitaleiknum þar sem annar dómarinn var úr Haukum, ég mundi halda að það væri mjög erfitt að reyna að dæma hlutlaust þegar liðið MANNS er að keppa úrslitaleik á Reykjarvíkurmóti það er kannski hægt í 5. og 4. flokki en ekki meistaraflokki, en þetta var auðvitað skipuleggjendum að kenna, það er víst ekki hægt að kenna dómurunum um allt.

það sem mig langar að vita er að hvort þetta haldi sona áfram í vetur með frekar sagt mjög slakri dómgæslu??
og hvað þarf maður að vera gamall til að verða dómari 19 ára?
hver hefur eitthverja reynslu af handbolta 19 ára gamall, það getur ekki verið mikil reynsla þar eða sjálfstraustið mjög hátt.

…..en þetta voru bara spekuleringar mínar og það væri gaman að heyra eitthvað frá ykkur um dómgæslu á leikjum núna


en ef eitthverjum finnst gaman að heyra það þá fór mótið svona

1. sæti Haukar
2. sæti ÍBV
3. sæti Valur

en þar sem ÍBV og Haukar eru ekki úr Reykjarvík þá varð Valur Reykjarvíkurmeistari í 3. sinn í röð
Hildur