Björgvin Rúnarsson farinn til ÍBV Handknattleiksráð karla ÍBV hefur náð samkomulagi við Björgvin Rúnarsson um að hann leiki með ÍBV á næstu leiktíð. Skrifað verður undir samning á morgun. “Við funduðum með Bjögga í dag og höfum náð samkomulagi við hann. Hann mun búa og starfa í Reykjavík en koma hingað um helgar og æfa með liðinu. Hann er í vinnu í Reykjavík og því var ekki mögulegt að hann kæmi alveg til Eyja,” sagði Viktor Ragnarsson, handknattleiksráði karla ÍBV.

Viktor sagði að ráðið væri að vinna í öðrum málum og hefðu hug á að bæta við sig einum til tveimur leikmönnum. “Það skýrist í vikunni hvort Imre Kiss komi eða ekki. Félagið hans vill fá um 1.7 milljón í skaðabætur en okkur í ÍBV finnst að sú upphæð eigi að vera mun minni. Við vonumst hins vegar til að samkomulega náist þar. Þá erum við jafnvel að leita að einum leikmanni til viðbótar en ekkert nafn er á hreinu þar,” sagði Viktor að lokum.

Kveðja kristinn18