Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR í handbolta skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið fyrir nokkru. Júlíus heftur stýrt liðinu undanfarin tvö tímabikl og fyrra náði liðið mjög góðum árangri þegar það komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins!
Júlíus hefur samhliða þjálfun liðsins spilað varnarleikinn með ÍR og mun gera það áfram að sögn Hólmgeirs Einarssonar, formanns handboltadeildar ÍR.

Stórskyttan Hannes Jón Jónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍR frá spænska liðinu Naranco. Hannes lék síðastliðins vetur með Selfossi en fór svo til víking til Spánar. Hannes Jón var með markahæstum mönnum í spænsku deilinni. Hannes gerði tveggja ára samning við ÍR.

Hins vegar er hugsanlegt að ÍR-ingar séu að missa tvo leikmenn - hornamaðurinn Ragnar Már Helgason og miðjumaðurinn Kristinn Björgúlfsson eru báðir samningslausir við ÍR og hafa verið að hugsa sér til hreyfings og breyta til.

Kveðja kristinn18