Íslands- og deildarmeistarar ÍBV kvenna eru á höttunum eftir Rússneskum landsliðsmarkverði samkvæmt heimildum á eyjar.net. Eins og komið hefur fram hefur Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að leggja skónum og handknattleiksráð telur nauðsynlegt að fylla skarð hennar með reynslumiklum markverði. Handknattleiksdeild kvenna hefur verið að skoða myndbönd af Nigienu Saidowa sem leikið hefur um 30 landsleiki fyrir Rússlenska landsliðið og þykir mjög öflug á milli stanganna.
Rekstur deildarinnar á síðasta keppnistímabili var í járnum samkvæmt stjórnarmönnum en þeir eiga von á að endar nái saman. Liðið náði góðum og einstökum árangri á síðustu leiktíð og þrátt fyrir að árangur skili inn meiri peningum er reksturinn alltaf erfiður. Gengið hefur verið frá samningum við fjóra erlenda leikmenn fyrir næstu leiktíð sem allir léku með liðinu á síðasta tímabili.

Kveðja kristinn18