Ég verð nú að segja eins og er að mér sem Haukamanni stóð nú ekki á sama fyrstu mínútur leiks Hauka og Í.R. á Ásvöllum í dag þar sem að Í.R.-ingar voru mun ferskari enn Haukarnir. En þegar staðan var orðin 6-9 fyrir Í.R. þá kom góður kafli hjá mínum mönnum eins og gerðist líka í fyrsta leiknum og skoruðu þeir að mig minnir 6 mörk í röð og eftir það var ekki aftur snúið.

Í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum og virtist sem að Í.R.-ingar væru búnir að gefast upp þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og Haukar komnir með níu marka forskot.

Eftir það þá settu bæði liðin marga af sínum fasta mönnum á bekkinn og leyfðu yngri og óreyndari strákum að spreyta sig.
Þetta hafði engin áhrif á stöðu leiksins nema þá að Haukar bættu við forskotið og endaði leikurinn 34-22 fyrir Hauka.

Það verður spennandi á sjá á þriðjudaginn hvort að Í.R.-ingar ná að snúa blaðinu við á heimavelli sínum.
Sama hvort að þeir nái því eða ekki því þá mega þeir vera stoltir af sínu unga liði að hafa náð svona langt og tel ég nokkuð víst að þeir muni eiga eftir að taka þátt í úrslitaleikjunum um íslandsmeistaratitilinn á næstu árum ef að þeir halda þeim mannskap sem að þeir hafa. Þó þykir mér líklegt að eitthvert stórliðið í Þýskalandi færi að bjóða í hann Einar Hólmgeirsson sem að er ekki lengur efnilegur heldur er hann orðinn stórgóður.

Jæja þetta var smá útidúr en ég held og vona að mínir menn klári þetta á Þriðjudaginn.