Austturrísku landsliðskonurnar, Sylvia Stass og Birgit Engl munu leika áfram með Íslandsmeisturunum ÍBV á næstu leiktíð. Anna Yakova og Alla Gorkorian verða sömuleiðis báður um kyrrt en þær eiga bara tvö ár eftir af samningnum. Ingibjörg Jónsdóttir og Bigdís Sigurðadóttir ætla að leggja skóna á hilluna.
Guðjón Valur Sigurðsson átti stórleik með Essen þegar liðið sigraði Grosswallstadt á útivelli, 31-22, í þýsku Bundesligunni á handbolta um helgina. Guðjón Valur skoraði 10 mörk og Patrekur Jóhannesson skoraði 3. Essen er núna í þriðja sæti með Magdeburg en Magdeburg á leik til góða við Wilhelmshavener á miðvikudag.
Rúnar Sigtryggsson, landsliðsmaður varð í gær Evrópumeistari með liði sínu Ciudad Real frá Spáni þegar þeir gerðu 24-24 jafntefli við Redbergslid frá Gautaborg síðari úrslitaleik í Scandinavium höllinni en Ciudad Real vann fyrri leikinn 33-27 og samanlögð úrslit var 57-51. Til hamingju Ciudad Real!
Evrópukeppni meistaraliða:
Montpellier var meistari.

Evrópukeppni bikarhafa:
Ciudad Real var meistari

EHF-keppnin:
Barcelona var meistari

Áskorendakeppni Evrópu:
Skjern var meistari(Grótta/KR komust í 8-liða úrslit)

Kveðja kristinn18