Jæja þá er búið að ákveða að á næsta ári verði Íslandsmót karla í tveim deildum, norður- og suðurdeild. Mér finnst þetta persónulega besta lausnin til að vinna á þessari lægð, þ.e.a.s. fækkun áhorfenda og svo framvegis. Betri lausn en sú að skipta í fyrstu og aðra deild. Með N og S deild skiptir hver leikur meira máli hjá öllum liðum en áður en með 1. og 2. deild mundu verri liðin í annari deild ekki hagnast mikið og líklega mundi þeirra staða versna.

Veit einnhver hvernig skipt verður í deildirnar? Ég hef ekki séð það neinsstaðar en það er gaman að spá og segulera.

Ef öll þau lið sem kepptu núna keppa næst gæti ég ímyndað mér þetta svona:

Norðurdeild:
KA
Þór
Valur
Fram
Grótta/KR
Víkingur
Afturelding

Suðurdeild:
ÍBV
Haukar
FH
HK
Stjarnan
Selfoss
ÍR