ÍBV vann rétt áðan góðan sigur á Haukastúlkum á Ásvöllum í öðrum leik liðanna í úrslitum Esso-deildar kvenna.
Haukastúlkur byrjuðu leikinn betur og voru að vinna mestallan fyrri hálfleik en ÍBV náðu að jafna í lok fyrri hálfleiks, 12-12. Í síðari hálfleik voru ÍBV betri aðilinn. Liðið náði meðal annasrs þriggja marka forskot, en Haukar muninn um hæl. Staðan var 26-26 þegar tvær sekúndur voru til leikslok, en Öllu Gorkorian tókst að skora sigurmarkið úr aukakasti í þann mund sem bjallan hringdi. Ég skil ekki hvernig Alla Gorkorian náði að gera þrjú skref á tvem sekúndum en mér fannst markið ólöglegt.

Nína K. Björnsdóttir var markahæst Hauka með 7 mörk, Harpa Melsted 5 og Hanna Stefánsdóttir 4. Anna Yokova var markahæst ÍBV með 8 mörk Sylvia Strass skoraði 7 mörk og Alla Gorkorian skoraði 5 mörk. Ana Perez skoraði 3 mörk.

Þriðji leikur liðanna verður í Eyjum á fimmtudaginn og ef Eyjastúlkur vinna leikinn vinna þær bikarinn, en það lið sem vinnur þrjá leiki vinnur.

Kveðja kristinn18