Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri missti naumlega af sæti í úrslitakeppni HM í Brasilíu sem fram fer í sumar. Íslendingar og Úkraníumenn urðu efstir og jafnir í 7. riðli undankeppninnnar sem leikinn var í Búlgaríu um páskahelgina en þar sem markamunur Úkraníumanna varð betri sem nam 7 mörkum. Íslendingar og Úkraníumenn unnu bæði Búlgaríu og Moldavíu og léku því í hreinum úrslitaleik um efsta sætið. Í æsispennandi leik urðu úrslitin 30-30 sem dugði Úkranímönnum áfram. Einar Hólmgeirsson og Ólafur Víðir Ólafsson voru markahæstir í leiknum með sex mörk. Einar Hólmgeirsson, leikmaður úr ÍR, var valinn besti leikmaður keppninnar en hann skoraði 19 mörk í þremur leikjum.

Kveðja kristinn18