Essen, lið Patreks Jóhannessonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar, tapaði á móti Flensburg 31-30, eftir framlengdan leik í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í Hamborg í gær.
Flensburg voru að vinna í hálfleik 16-12 en staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Það var þá síðan danski hornamaðurinn Christiansen sem skoraði sigurmark Flensburg tveimur sekúndum fyrir leikslok. Úkraníumaðurinn Velykky skoraði þréttán mörk fyrir Essen en Patrekur og Guðjón Valur náðu ekki að skora neitt. Markahæstur hjá Flensburg var Christiansen með sex mörk.
Kveðja kristinn18