Í gær voru fjórir leikir í úrslitakeppni í Esso-deild karla.

Fram mætu Haukum í Framhúsinu. Þetta var æsispennandi leikur og þegar það voru fimm sekúndur eftir af leiknum og 26-26 komst Guðjón Finnur Drengsson, leikmaður Fram, í dauðafæri en Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, varði skot hans en Haukar gerðu síðan út um leikinn í framlengingunni og sigruðu 34-29.
Einvígið er 1-1 því þurfa liðin að keppa oddaleik á Ásvöllum.

HK tók á móti KA í Digranesi. Heimamenn spiluðu einum færri í áttamínútur en náðu samt 10-6. KA leikmaður fékk svo að líta rauða spjaldið en KA náði samt að jafna 11-11 en HK voru yfir í hálfleik 14-12 en þegar það var stutt í lokin sigldu KA menn yfir HK og unnu einvígið 2-0 og komast í undanúrslit.

FH mætti Val í Kaplakrika. Markvarsla Roland Eradze, markvarðar Vals lagði grunninn að öruggum sigri Valsmanna á FH-ingum en Eradze varði 28 skot en þetta var ekki mikill markaleikur bara 36 mörk. Valur vann einvígið 2-0 og komast í undanúrslit.

Þór mætti ÍR í Íþróttarhöllinni á Akureyri. ÍR-ingar voru alltaf á undan en Þórsarar jöfnuðu 25-25 áður en flautað var til leiksloka og þá varð framlenging og það var síðan í lok seinni framlengingar sem ÍR-ingar skoruðu og lokatölurnar voru 33-32.
ÍR vann einvígið 2-0 og komast í undanúrslit.

Þessi lið mætast í undanúrslitum:
Fram eða Haukar á móti Val
KA á móti ÍR.

Kveðja kristinn18