Sælt veri fólkið!
Sú tillaga hefur borist til nefndar Ungmennafélags Selfoss að 
leggja niður Meistaraflokk í 2-3 ár. Þá yrði Handboltadeildin á 
Selfossi að fara að einbeita sér að því að þjálfa yngri flokkana. 
Lykilmaður liðsins og aðalmarkamaskínan, Hannes Jón 
Jónsson, er farinn í atvinnumennsku á Spáni og þá versna 
leikar ENN meir hjá Selfossi en einmitt núna eru þeir staddir í 
neðsta sæti með 1 stig og aðeins 3 leikir eftir. 
Tillagan byggist á því að þegar að Meistaraflokkur byrji aftur þá 
fari strákarnir sem nú eru í 4. flokk í Meistarflokk en eins og 
mörgum er kunnugt þá urðu þeir Íslandsmeistarar 23. febrúar 
síðastliðinn eftir nauman sigur á móti Fjölni.
Tillagan hefur einnig við það að styðjast að peningar eru að verða 
uppiskroppa hér í bæ (Selfossi) hjá Ungmennafæelaginu og 
mestur kostnaðurinn fer einmitt í Handboltadeildina.
Mörgum finnst þessi tillaga vera fáránleg því að þá byrji enginn 
að æfa handbolta með liði sem spilar ekki einu sinni með 
Meistaraflokk í liðinu. En persónulega finnst mér þessi tillaga 
hafa við mjög góð rök að styðjast og rökin eru nægilega góð til að 
koma mér á þá skoðun að samþykkja tillöguna. En því miður hef 
ég engan kosningarétt til þessa máls né annarra mála hjá 
Ungmennafélaginu svo að þá er ekki um annað að ræða en að 
krossleggja fingur og vona hið besta.
Með fyrirfram þökk,
LPFAN