Grótta/KR mætti HK á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Leikurinn fór 25-24 og var æsispennandi. Grótta/KR tók þá 8 sætið aftur af FH og Grótta/KR geta komist í 6 sæti ef þeir vinna Selfoss á miðvikudaginn. Mest náðu Grótta/KR sjö marka forystu en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17-11. Þegar fimm mínútur voru eftir til leiksloka höfðu gestirnir náð yfirhöndinni 24-23, Páll Þórólfsson jafnaði þá strax í næstu sókn fyrir Gróttu/KR og HK-menn lögðu því í sókn- þá voru tvær mínútur eftir af leiktímanum. Sóknin rann hins vegar út í sandinn, brotið var á Alfreð Finnsyni í næstu sókn og víti gefið. Páll skoraði úr vítinu staðan því orðin 25-24. HK fékk aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir en skot Garcia hafnaði í vörninni og úrslitin ráðin!
Aleksandrs Petersons skoraði 10 mörk í leiknum og Páll Þórólfsson 8.
ÁFRAM GRÓTTA/KR
Kveðja kristinn18