Í gær keppti Grótta/KR á móti Stjörnunni í Garðabæ 35-30 og þeir tóku líka 8 sætið af FH með sigrinum.
Markvarsla skipti sköpum í Garðabænum í gærkvöld þegar Grótta/KR sótti Stjörnuna heim í ESSO deild karla. Markverðir Stjörnunnar fundu sig engan veginn enda færi mótherja oft opin en í marki Gróttu/KR fór Kári Ggarðarsson á kostum með 21 skot varið þegar hann leysti Hlyn Morthens af hólmi. Kári hélt gestunum á floti því það var ekki fyrr en er leið á leikinn að þeir höktu í gang og unnu 35-30. Stjarnan á ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni og hafði því aðeins heiður að verja en sigurinn var Gróttu/KR mikilvægur í baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppni.
Aleksanders Petersons og Páll Þórólfsson voru markahæstir með níu mörk.
ÁFRAM GRÓTTA/KR
Kveðja kristinn18