Hlynur Morthens markvörður Gróttu/KR meiddist á úlnið í leiknum við Såvehof á sunnudagskvöldið og er óttast að hann sé brotinn. Heimasíða Grótta/KR greinir frá því að Hlynur hafi farið í myndatöku en ekki hafi verið hægt að greina hvort bátsbein hægri handar hafi brotnað og ekki fæst úr því skorið fyrr en eftir rúma viku. Hlynur var settur í gifsumbúðir sem hann þarf að vera með næstu vikuna. Hann stendur því ekki á milli stanganna hjá Gróttu/KR í kvöld sem mætir Stjörnunni og heldur ekki í leikinn við HK á sunnudaginn.
Áfram Grótta/KR!
Kveðja kristinn18