Um daginn var ég í Götaborg á horfa á Gróttu/KR-Såvehof. Grótta/KR tapaði 34-26 og Sænski landsliðsmaðurinn Kim Anderson skoraði 14 mörk fyrir Såvehof. Svo þegar í fór heim til Íslands í gær voru Såvehof leikmennirnir með mér í flugvél.
Páll Þórólfsson leikmaður og aðstoðaþjálfari Gróttu/KR segir að sóknarleikur Svíanna snýst mikið til í kringum Kim Anderson og lykilatriði fyrir okkur er að reyna að halda honum eins vel niðri og mögulegt er. Það gekk allt upp hjá honum í Gautaborg og ég trúi því bara ekki að hann eigi annan eins leik á móti okkur. Þarna er toppleikmaður á ferð. Við vorum dálítið pirraðir út í hann eftir leikinn. Hann gaf í skyn að leikurinn á móti okkur hefði verið auðveldari fyrir sig en í venjulegum deildarleik og að við hefðum ekki vitað hver hann væri. Það var hins vegar ekki rétt. Við vissum vel hver þeirra langbesti leikmaður. Við ætlum ekki að taka hann neinum vettlingatökum í kvöld og ég vona bara að fólk sem mætir á leikinn láti í sér heyra og hjálpi okkur í baráttunni, því veitir ekki af, sagði Páll.
Umgjörð leiksins á Seltjarnarnesi ætti að geta orðið mjög góð eða eins konar bikarstemning. Boðið verður upp á ýmislegt til að gera stemninguna sem mesta, börnum verður boðið upp á andlistmálingu. ljósasýning verður fyrir leikinn og sjálfur Bubbi Morthens verður heiðursgestur. Forsala aðgöngumiða verður í verslnuninni Litabæ á Seltjarnanesi. Miðaverð: Börn: frítt, 12-16:500 kr. og fullorðnir 1000 kall.
Allir að mæta og styðjum Gróttu/KR til sigurs og köllum:
ÁFRAM GRÓTTA/KR!
Kveðja kristinn18