Núna fer að líða fram að stórri stund sem að gerist bara 2-5 sinnum ári, já og það er FH-Haukar, ég held að í þetta skipti eigi FH eftir að bera sigur af hólmi, þeir hafa samt ekki unnið helvíti lengi og er núna kominn tími á það!! Finnst ykkur ekki?

Núna er leikurinn upp í Kaplakrika, sem að er í raun bara höll, þá geta Haukafólk glatt sig yfir því að leikurinn fari fram þar, af því að þá þurfið þið ekki að óttast að það verði hent niður aulýsingaskiltum eða brotið rúður, þar sem þau kvörtuði lengi af útaf auglýsingaskiltum hafi verið hent niður!!!!

Núna er eflaust mikil spenna í mörgum, eða að minnsta kosti mér =) en ég ætla bara að skora á ALLA sem lesa þessa grein að mæta í Krikann kl. 17 og styðja FH-inga, eins og flestir vita þá er þetta fyrsti FH-Haukar leikur FH undir stjórn nýjans þjálfara og vonum bara að það komi að gagni fyrir okkur FH-ingana!

En mig langar bara til þess að fá að vita hverjir ætla á leikinn? Allavega ég!

Þetta eru bara alltaf skemmtilegir leikir!!