Í gær, Miðvikudaginn 26. febrúar var leikur Þór-KA á Akureyri,leikurinn var aldrei spennandi. Varð staðan 12-14 í hálfleik og 23- 32 í lok leiksins.
KA menn mættu miklu sterkari inn í leikinn og voru rosalega sterkir í vörninni og þar af leiðandi unnu þeir boltann og spiluðu vel og oft náðu þeir að komast í gegnum þórsaravörnina og skora. Vornin hjá Þórsurum þótti mér slök og hafa þeir oft gert betur. Besti maður Þórs var Árni Þór Sigtryggsson, sem er bráðefnilegur handboltamaður, þó aðeins á 17 eða 18 ára. Í KA var besti leikmaðurinn Egidijus Petkevicius og var líka maður leiksins, en hann varði glæsilega í marki KA manna.
Markahæstur KA manna var Arnór Atlason með 13 mörk, þar af 4. víti
Íþróttahöllin var full og var öskrað mikið, þó sérstaklega á dómarana, sem mér fannst ekki dæma nógu vel