Hvað er málið? Fjölmiðlar hafa nú komið með tvær fréttir varðandi Héðinn Gilsson, og hegðun hans. Fyrri fréttin var þegar að hann á að hafa ráðist á Bjarka Sigurðsson í leik Aftureldingar og Fram. Þetta var blásið upp úr öllu valdi, sá maður fyrirsögn eins og “lögreglan þurfti að skakka leikinn” og fleira.
Hitt var í leik Fram og ÍR þegar hann á að hafa skalla Fannar Þorbjörns. Þetta var ekki neitt maðurinn stökk á Héðinn sem að var búinn að taka sér stöðu og datt hann illa. Þá ráðast leikmenn ÍR að Héðni og fer Héðinn með andlit sitt upp að Fannari sem að detur í gólfið með ótrúlegum tilburðum. Það sást greinilega að hann skallaði hann ekki. Nú langar mig að vita hvað ykkur finnst um þetta. Og hvað er málið með þenna fréttafluttning?