Úrslitaleikurinn í SS-bikarkeppninni í handknattleik á milli HK og Aftureldingar var stórskemmtilegur og bauð upp á allt sem góður handboltaleikur á að gera. Hk-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og komust í 3-0. og svo 5-1. Þá breyttu mosfellingar um vörn úr 5-1 vörn í 3-2-1 vörn til að stoppa ólaf víði ólafsson sem skoraði fyrstu 5 mörk hk-inga. Það virkaði ágætlega og náðu að jafna 5-5 og 6-6 þá burjuðu hk-ingar að síga framúr en komust þó ekki meira en 3 mörkum yfir. Staðan í hálfleik var 12-10 HK í vil. Hk-ingar byrjuðu að síga meira framúr og komust 5 mörkum yfir þegar 13 mínútur voru eftir. Mosfellingum tókst að minnka munin í 2 mörk en lengra komust þeir ekki. Lokatölur 24-21 fyrir HK og Hk varð þar með bikarmeistari í fyrsta skiptið í sögu félagssins. Hk-ingar voru vel að sigrinum komnir enda komnir til að berjast frá upphafi til enda, vörnin var þétt með Jón Bersa Ellingsen í fararbroddi og fyrir aftan hann varði Arnar Freyr Reynisson 15 skot. Bróðir hans Reynir þór varði hins vegar 16 skot í marki aftureldingar. Hinn tvítugi Ólafur Víðir Ólafsson fór fyrir liði Hk og skoraði 10 mörk, en Bjarki sigurðsson skoraði 6 fyrir aftureldingu.