Ég var að horfa á bikarleikinn í kvennaflokki þegar allt í einu að ég fór að einbeita mér að hugsunum mínum. Hugsanir mínar á þessum tímamótum beittust að hluta til að þessum leik og leiknum sem að var örfáum klukkustundum seinna.
Bikarleikurinn í kvennaflokki var að sjálfsögðu mjög spennandi og verð ég að játa því að ég hélt með ÍBV í leiknum, en hann fór því miður ekki eins og að ég vonaði.:(
En ég fór að pæla í afhverju karlar sem eru að spila nákvæmlega sama leik nema bara í karlaflokki, fá að spila í Evrópukeppni og einhvað svaka, en konurnar eru eingöngu að spila þetta vegna þess að þeim langar í bikarinn. Vissulega er miklu meiri áhugi fyrir karlahandbolta á Íslani og eflaust úti líka, nema mér er nákvæmlega sama þetta hlýtur líka að eiga að vera leikmönnunum til skemmtunar. Mér finnst þetta vissulega leiðinlegt og pirrandi að konur og karlar fái ekki sömu “laun” fyrir að vinna þessa dollu. Ég æfi handbolta, eins og margar aðrar stelpur á Íslandi og út í heimi, en tilhvers erum við að gera þetta ef að það ennir enginn að koma á leiki hjá okkur ef að við komumst það langt að fara í meistaraflokk? Jú ég held að ég viti svarið, okkur finnst þetta skemmtilegt, og líklega eru karlar líka að gera þetta út af því.
En alla vega þá finnst mér þetta allveg fáránlegt og ég vil vita hvað öðrum finnst!!!!!!!!!!!
Kíktu á síðuna mína, hún er svo flott!