Grótta/KR mæti Aftureldingu í gær 4.fébrúar.
Leikurinn fór 28-24 fyrir Gróttu/KR.
Barátta Gróttu/KR var ágæt í byrjun en Bjarki Sigurðsson hélt Aftureldingu inni í leiknum með hnitmiðuðum skotum.Á 5.mínútu urðu gestirnir fyrir skakkföllum þegar Jón Andri Finnsson fékk rautt spjald fyrir að skjóta í vítakasti á andlit Hlyns Morthens markvarðar Gróttu/KR sem þrívegis varið glæsilega en Jón Andri skoraði 8 mörk í fyrri leik liðanna í deildinni.Mosfellingar voru samt fljótir að ná sér,náðu upp góðri vörn og í sókninni gat Bjarki skorað að vild.Það skilaði gestunum forystu í leikhléi en staðan var 15:13 fyrir Aftureldingu.Í leikhléinu fínstilltu leikmenn Gróttu/KR strengi sína í vörninni sem skilaði sér strax er 7 af fyrstu 8 sóknunum þeirra lauk með marki.Hinsvegar var Afturelding aftur fyrir áfalli þegar Bjarki datt illa og kom ekki meira við sögu.Leikmönnum hans tóskt samt að ná upp baráttu og forystu í nokkrar mínútur en þegar staðan var 23:22 fyrir Aftureldingu og 12 mínútur eftir tók Ágúst Jóhannesson þjálfari Gróttu/KR leikhlé.Lagt var á ráðin og þau reyndust góð því næstu fimm mörk voru heimamanna meðan sóknir gestanna voru vanhugsaðar.Tíu mínútum síðar voru úrslit ráðin því Mosfellingar áttu ekkert svar.
Aleksandrs Petersons stóð sig mjög vel og skoraði 11 mörk fyrir Gróttu/KR.
Áfram Grótta/KR
Takk fyrir mig
kristinn18