Króatar sigruðu Spánverja, 39:37, í tvíframlengdum undanúrslitaleik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Lissabon í kvöld. Það verða því Þjóðverjar og Króatar sem leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn á morgun en Spánverjar mæta Frökkum í leik um 3. sætið. Leikurinn var geysilega spennandi og sveiflukenndur. Spánverjar voru með örugga forystu í hálfleik, 14:9, og komust í 20:15. Króatar skoruðu sjö mörk í röð og voru síðan yfir, 28:25, þegar skammt var eftir. Spánverjar skoruðu síðustu þrjú mörkin í venjulegum leiktíma. Eftir framlengingu var staðan jöfn, 31:31, og því var framlengt aftur. Þá voru Króatar sterkari og tryggðu sér sigurinn, manni færri, með því að skora 39. markið þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. Það var gaman að fylgjast með íslensku dómurunum sem dæmdu leikin að mínu mati betur heldur enn aðrir dómarar á mótinu