Spánverjar unnu íslendinga 32-31 í hörkuspennandi og skemmtilegum leik. Svartur dagur í íslenskri handbolta sögu. Spánverjar börðust eins og ljón allan leikin og leikgleðin var sem ólgandi stórfljót, sama má svo sem segja um íslenska liðið. En þar var sem fyrir daginn á þessu móti að sóknar leikurinn var vandræðalegur og mikið um sóknarfeila þar sem um lélegar sendingar og að menn ná ekki að halda á boltanum, hlutir sem hefði átt að vera auðvelt að laga., og spurning hvort menn sem ná ekki haldi á boltanum leik eftir leik og oft í leik eigi heima í liði sem er að reyna að ná í verðlauna sæti, enda sýndi það sig að þeir ná ekki lengra en í 5-8 sæti. Sem í sjálfu sér er Mjög góður árangur . Vörnin var lengi að ná takti en þegar hún small var lítið sem spánverjar gátu gert. Markvarslan var í meðallagi nema hjá spánverjum þar sem markmaður þeirra fór hamförum og landaði sigri spánverja næstum ein.

Þennan leik hefði íslenska liðið unnið ef þeir hefði haft smá snert af heppni með sér, óheppnin elti þá á röndum, en samt sem áður náðu þeir 4 á móti 6 að vinna upp 2gj marka mun og jafna leikin, en með fullskipað lið voru þeir ekki að halda í við spánverja, undir lokin sýndi liðið einstakan karakter í stöðunni 32-28 2 min eftir og tóku verulega á og minkuðu munin í 32-31.

Strákarnir okkar eiga mikin heiður skilin fyrir framistöðu sína í þessu móti þeirr hafa barist fram í rauðan dauðan og ekki gefist upp þrátt fyrir tapaða stöðu, með smá heppni hefðu þeir komist í 4 liða úrslit, það er reyndar mjög góður árangur að komast í umspil um 5-8 en þar eru mjög svo sterk lið t.d Rússar, ungverjar, jugúslavar og við, það verða verulega erfiðir leikir um helgina.

ÁFRAM ÍSLAND

p.s
Danir og svíar eru farnir heim!!!!!

socata