Þá er leiknum við Pólverja lokið, og lauk honum með sigri Íslendinga.
Guðmundur byrjaði ekki vel í markinu og kom þá Roland í markið í staðin og varði nokkuð vel, en þó ekkert í líkingu við markvörslu Szmal markmanns pólverja sem varði hreint stórkostlega í leiknum(við ættum að veita honum íslenskan ríkisborgara rétt með hraði).
En í sóknarleiknum var það sama upp á teningnum og í hinum leikjunum, menn áttu í versta basli með að halda á boltanum eða að koma honum á samherja, þetta verða við að laga fyrir spánverja leikin ef við eigum að eiga einhverja minnstu möguleika á sigri í honum. Vörnin var eins og gata sigti lengst af en lagaðist í blá endan og tókst okkar mönnum þá að innsigla sigurinn, enda var það gert með hraðupphlaupum þar sem ekki þurfti að senda boltan milli manna. Og var Patrekur sérstaklega öflugur í endan.
'I heildina spiluðu Íslendingar undir getu í þessum leik, en sigruðu samt sem er mergur málsins og það er skiptri mestu máli.

Kveðja Socata