Íslendingar unnu Pólverja í frekar spennandi leik núna áðan 33-29. Íslendindum gekk hins vegar mjög illa í fyrri hálfleik en í hléi voru Íslendingar 3 mörkum undir. Gummi hlýtur að hafa lesið strákunum pistilinn í hléi því að þeir komu mun sterkari til leiks í seinni hálfleik og náðu að vinna upp forskot Pólverja og leikurinn endaði eins og fyrr segir 33-29.

Mér fannst maður leiksins vera Dagur en hann átti mjög góðan leik og tók ófáar bomburnar í markið hjá Pólverjum.


Á morgun keppa Íslendingar á móti Spánverjum og verður það væntanlega hörkuspennandi og erfiður leikur.


ÁFRAM ÍSLAND!!!
Zyklus