Íslenska landsliðið leikur fyrri leik sinn í milliriðli í Caminha gegn Pólverjum á morgun sem er 29.Janúar.Leikurinn hefst klukkan 18:30 en síðan verður leikið gegn Spánverjum á fimmtudag og hefst sá leikur klukkan 20:30.Íslenska landsliðið í handbolta kom upp úr hádegi 27.Janúar til bæjarins Caminha eftir næstum því þriggja tíma ferð í langferðabifreið frá Viseu.Landslið Katar var með í för og voru landsliðin í fylgd lögreglumanna sem sáu um að landsliðsrúturnar ættu greiða leið.Caminha er lítill vinalegur stranbær þar sem sautján þúsund íbúar búa.Íþróttahúsið í Caminha tekur 2.900 áhorfendur og má reikna með að færri áhorfendur verði á leikjum þar en í Viseu sem var mun stærri bær.Á milli jóla og nýárs 2001 fóru Íslendingar til Póllands án marga bestu leikmanna sinna og léku þrjá leiki.Einn vanns tveir töpuðu.Grænlendingar eru afar óhressir að komast ekki áfram í millriðil.Pólverjar höfnuðu beiðni farastjóra íslenska landsliðsins í handbolta að skipta á myndbandsupptökum af leikjum liðanna í undanriðlunum í Portúgal.Spánverjar eiga von á miklum stuðningi þegar þeir mæta Íslendingum í Caminha á fimmtudag en César Argilés þjálfari þeirra segir að sá leikur sé lykillinn að því að spila um verðlaunasæti á mótinu.Spænska borgin Vigo er örskammt frá Caminha.
Kveðja kristinn18