Yfirlit yfi leiki Íslands á HM HM byrjaði þann 20.jan. Þann sama dag keppti Ísland við Ástrala sem þeir vissu ekkert um og bjuggust við hörkuleik. En annað kom upp á bátinn Ísland rústaði leiknum með 40 mörkum ( 15 - 55) setti met í markaskorun á HM og var aðeins tvem mörkum frá því að jafna met Þýskalands sem vann eitthvað lið með 42 mörkum. Guðjón Valur skoraði 14 mörk í þessum leik. Rafmagnið fór af í leiknum þegar rúmar átta mínútur voru eftir og var rafmagnslaust í dágóðan tíma. Eftir þennan leik voru strákarnir mjög ánægðir og bjuggust við léttum leik á móti Grænlendingum. Ísland leiddi í hálfleik með átta mörkum. En í seinni hálfleik misstu þeir einbeidinguna og Grænlendingar héldu strákunum í skefjum. Lokatölur voru svo 30 - 17 Íslendingum í hag. Svo byrjaði HM því næsti leikur var á móti Portúgal. Þetta var einn mest spennandi leikur sem ég hef séð. Þetta var mikill baráttu leikur og skiptust bæði lið á forystuni. Þegar staðan var 28 - 26 fyrir Portúgal virtist öll von úti. En þá skoraði Ísland þrjú mörk í röð og Sigfús sem var ekkert sérstakur í leiknum tvö síðustu. Þá var Ísland búið að tryggja sér annað sætið í riðlinum. Qatar menn voru næstu andstæðingar okkar. Það var búist við léttum leik og gekk það eftir. Ísland vann 42 - 22. Þótt að Qatar menn kæmu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og héldu leiknum í skefjum. Sigfús gat ekki leikið í þessum leik vegna meiðsla í rist. Einnig þurfti Roland Eradze að fara út af. En hann hafði kvartað aðeins fyrir meiðslum í nára fyrir leik. Svo þegar hann kvartaði var hann tekinn út af af því að Einar Þorvarðsson aðstoðarþjálfari vildi ekki taka neina áhættu. Næsti leikur var úrslita leikur um fyrsta sætið í riðlinum. Þjóðverjar mættu ákveðnir til leiks og höfðu undirtökin mest allann leikinn. Þeir leiddu meðal annars með fjórum mörkum í hálfleik. Íslenska liðið náði svo að vinna þennan mun upp þegar þeir skoruðu fimm mörk í röð. Þegar fimmm mínútur voru eftir komust Þjóðverjar yfir og unnu leikinn 34 - 29. Ísland lenti þá í öðru sæti b riðils með markatöluna 185 - 116. Það neikvæða í leik íslenska liðsins er það að þeir eru ekki að níta dauðafærin sín og þeir eru og markgráðugir á köflum. Það jákvæða er það að þeir eru að spila fínan varnarleik og markverðirnir eru að verja vel. Ætla ekki að hafa þetta lengra

Reddragon

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!!!