Ég hef verið að lesa íþróttasíðurnar í mogganum síðastliðna daga og þaá sérstaklega íþróttasíðurnar út af HM í handbolta. Ég hef tekið eftir ýmsum atvikum, bæði skondnum og skrýtnum.
*Ef ég byrja nú bara á einu asnalegasta atviki HM þá hlýtur það að vera það sem gerðist í leik Egyptalands og Slóveníu. Egyptar voru einu marki yfir þegar Slóvenar fengu vítakast á síðustu sekúndu. Það var Slóveninn Ivan Simonevic sem tók vítakastið en hann var búin að taka sjö önnur vítaköst í leiknum. Jæja, þegar hann tók vítakastið snéri hann sér í hring áður en hann kastaði boltanum í netið. Loks þegar hann kastaði svo boltanum varði markvörður Egypta, Mohamed, skotið. Slóvenar töpuðu þá leiknum sem og einu stigi, en með þessu tapi komust þeir í fimmta sæti D-riðils. Þjálfari Slóvena var náttúrulega ævaræður út í Simonevic eftir leikinn. Slóvenar komust samt áfram í milliriðil þegar þeir unnu Brasilíumenn 30-27 og enduðu í 3 sæti í riðlinum.
*Það er sjálfsagt enginn búinn að gleyma sigrinum á Kötum(eða hvernig sem maður beygir það), en þeir eru búnir að sækja um að fá að halda HM árið 2007. En fyrir þá sem að vita ekki hvar Katar er þá er það pínulítið land á Arabíuskaga sem liggur út á Persaflóa. Katar stendur við hliðina á Sádi Arabíu.
*Það hafa margir tekið eftir því að í blöðunum koma allskonar fyrirsagnir um að t.d. Patrekur er búin að fara yfir 100 marka múrin og að Ólafur Stefánsson hefur skorað 10 mörk eða fleiri í landsleik. Í morgunblaðinu í dag (27.1) er tafla þar sem segir hverjir hafa skorað 1, 100, 200 o.s.frv. markið. Til gamans má geta að það var Gunnlaugur Hjálmarsson sem skoraði fyrsta markið fyrir Ísland á HM. Það gerði hann árið 1958 þegar við töpuðum á móti Tékkóslóvakíu. Það er bæði búið að skora 1400. markið og 1500.markið á HM í Portúgal. Það var Róbert Sighvatsson sem skoraði það 1400. í leiknum á móti Áströlum og það var Aron Kristjánsson sem skoraði það 1500.
*En núna er það bara að fylgjast með leikjunum á móti Póllandi og Spáni og segja bara Áfram Ísland! :)