Guðmundur sáttur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari upplitsdjarfur þegar mogginn tók viðtal við hann á hóteli í Portúgal eftir að riðlakeppninni lauk.Tapið gegn Þjóðverjum sat ekki djúpt í honum vegna þess að hann, og landsliðið höfðu náð sínu takmarki, að vinna 4 leiki.Þeir fara með 2 stig í milliriðilinn sem verður í Carminha, nyrst í Portúgal, og það er það eina sem skiptir máli.
Guðmundur var þó til alls nokkuð sáttur við það sem liðið hafði náð að gera á einni viku(já vá, þeir unnu Ástralíu, Grænland, Katar og Portúgal), en það væri samt nokkur atriði sem liðið gæti gert betur.

Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel í vörninni og þetta var svaka hraður leikur.En ég er á því að staðan hefði átt að vera 18-18 eða 20-20 í hálfleik en ekki 20-16.Við klúðruðum 2 vítaköstum og dómararnir tóku af okkur lögleg mörk, sagði Guðmundur.Hins vegar var vörnin ekki góð í fyrri hálfleik og við gerðum áherslubreytingar í leikhléi.Við ákváðum að vaða meira í skytturnar og þessi breyting skilaði árangri.Þýsku mennirnir þurftu aðfæra sig meira út á kantanna vegna þess að miðjan í vörninni var mjög þétt.Við komumst yfir eftirfrábæran kafla í seinni hálfleik og við stóðum okkur ekki vel þegar við vorum manni fleiri.Þau mistök kostuðu okkur sigurinn gegn einu af sterkustu liðum heims.En allavega vitum við að við getum unnið svona leiki ef við spilum vel, sagði Guðmundur.


Heimildir, þessar sígildu-mbl.is
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.