Þá er leiknum við þjóðverja lokið og sóknarbrot og feilar sem einkennt hafa leik liðsins alla keppnina héldu áfram að hrella íslenska liðið og kostuðu það sigurinn.
Liðið sýndi feiki góða baráttu þýska liðið er bara betra.
Markmaður þjóðverja Frits var okkar mönnum erfiður og Guðmundur stóð sig vél í íslenska markinu.
'Eg hafði þó á tilfininguni að ef því púðri sem íslendingar notuðu til að röfla í dómurunum hefði verið eitt í leikin hefði sigurinn líklega orðið okkar, mér fannst þjóðverjarnir vera álíka ósáttir við dómgæsluna en þeir notuðu sitt púður í leikinn en ekki í röfl. Og var það nú helsti munurinn á liðunum ásamt því að þjóðverjarnir gerðu mun minna af sóknarfeilum.

Miðað við styrk íslenska liðsins held ég að þeir geti nú samt staðið upp beinir frá þessum leik. Þeir gerðu sitt besta fyrir utan óþarfa tuð í dómurum sem skilar aldrei neinu nema í mesta lagi brottvísun fyrir tuð.

Socata