Línumaðurinn okkar frábæri, Sigfús Sigurðsson, verður með landsliðinu í leiknum í dag gegn Þjóðverjum í úrslitaleik B-riðils í dag en tæknilega skiptir leikurinn engu máli nema hvort við spilum gegn Svíum eða Dönum(held ég) og það eru náttúrulega hræðilega óheppileg lið.Sigfús missti af leiknum gegn Qatar í gær vegna meiðsla á rist(ökklameiðsla stendur á mbl.is, kannski er það rétt) og það var ekki pottþétt að hann mundi spila í dag.En þessi geysisterki maður verður með og gefur okkur smá von.

Í viðtali við moggann sagði Sigfús að hann væri mun skárri í ökklanum í dag en í gær(hefur sofið vel) og að þetta væri allt undir honum sjálfum komið, hann segði til hvort hann gæti spilað eða ekki.Hann sagðist vera með það á hreinu að spila á móti Þjóðverjum, hann er til í slaginn.
Sigfús kemur þá væntanlega inn fyrir Gunnar Berg Viktorsson.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.