Roland Eradze, annar af tveimur markmönnum Íslendinga, fór snemma af velli í seinni hálfleik vegna einhverra meiðsla, en hann kom inná í byrjun seinni hálfleiks.Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sagði að meiðslin væru ekki alvarleg.

Roland fann einhver meiðsli í nára á æfingu í gær og var í meðferð vegna þeirra í allan dag(25 jan.).Eftir að hafa staðið nokkrar mínútur í markinu gegn Qatar og varið 3 skot var hann farinn að finna aðeins fyrir meiðslunum aftur, bað um skiptingu og kom ekki meira við sögu í þessum leik.Einar Þorvarðarson sagði þetta ekki alvarlegt, og að Roland hefði hæglega getað spilað allan leikinn en þeir vildu ekki taka neina áhættu(sem er ekki skrítið, skiptir engu gegn svona liði).

Íslendingar hafa aðeins tilkynnt 15 menn í hópinn svo kannski kemur annar markmaður inn(mundi þá skjóta á Bjarna Frosta).
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.