Ísland-Katar Þá er maður að fara að gera sig tilbúinn fyrir leikinn gegn Katar.
Ég held að Katar verði svona á milli Grænlendinga og Ástrala, þ.e.a.s. í styrkleika.Ég held að Íslendingar verði þreyttir á morgun eftir leikinn í gær en við vonum að þeir verði hressir og sprækir.

En ég er hræddur um að á morgun geti dómgæslan eyðilagt fyrir okkur eins og hún var nánast búin að gera gegn Portúgölum.Ég er að segja, að ef alltaf er dæmd leiktöf á þá sem eru aðeins að gefa og mynda sóknir, og ef ruðningur er dæmdur á þá sem fá kall á móti sér ímiðju stökki, þá eiga Katar smámöguleika þrátt fyrir að vera að spila kannski miklu verri leik.
En séum við að spila alveg frábæran bolta, eins og við gerðum ekki að mínu mati í gær, þá eigum við að geta unnið þennan leik.
Svo er það hann Óli.Frábær leikmaður í alla staði nema einn.Ef eitt skot klikkar t.d. hjá honum úr gólfinu, þá eru bara ekkert fleiri gólskot og bara lélegur leikur það seme ftir er.Þetta er kallað sjálfstraustsskortur og það er hann sem Óli þarf að laga.
Ég ætla að setja spá í þennan leik og ég spái :

Ísland 36-22 Katar.

Verði ykkur að góðu,
Alex
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.