Íslendingar unnu Grænlendinga nokkuð sannfærandi með 13 mörkum 30-17. Af tölunum að dæma virtist þetta bara hafa verið léttur leikur en það voru fyrstu 10 mínúturnar sem eyðilögðu leikinn fyrir Grænlendingum. Íslendingar skoruðu 10 mörk á fyrstu 10 mínútunum gegn 2 grænlendinga. Vörn Grænlendinga varð mun ákveðnari eftir það og 20 mörk á 50 mínútum er vel ásættanlegt, og markvörður þeirra varði líka vel. Það sem Grænlendingar gerðu vitlaust var hversu fljótt þeir enduðu sóknir sínar og skutu úr vonlausum færum sem voru auðvfeld bráð fyrir Gumma og Roland. Þrátt fyrir að erfiðlega hafi verið að halda Jansen í skefjum sem skoraði 11 mörk þá var það í um 30 skotum. Hin 6 mörk grænlendinga skoruðu fyrverandi fh-ingurinn hans peter mosfelt sem skoraði 5 og hin jansen bróðir eitt. Grænlendigar sýndu hversu þeir séu megnugir og eiga alveg fullt inni. Íslendingar verða að bæta sinn leik ef þeir eiga að eiga eitthvað í portúgali, hvað þá þjóðverja. Skársti maður íslendinga verður að teljast Patrekur Jóhannesson en hann skoraði 7 mörk og var markahæstur íslendinaga. Núna er bara að nota þennan dag á milli til að taka á Portugölunum.